Nemendafélag FSH

23.3.2012

Stuttmyndasýning í dönsku 203

Nemendur í dönsku 203 buðu uppá mjög skemmtilega stuttmyndasýningu í vikunni. Krakkarnir höfðu fengið það verkefni að gera myndband um skólann sinn með það að markmiði að kynna hann sem best fyrir dönskumælandi fólki.  Boðið var uppá 10 stuttmyndir þar sem farnar voru ýmsar leiðir til þess að nálgast viðfangsefnið. Skólahúsnæðið og öll aðstaða var mynduð í bak og fyrir og viðtöl tekin við nemendur og starfsfólk - að sjálfsögðu á dönsku. Hér má sjá myndir frá stuttmyndasýningunni.