Nemendafélag FSH

21.3.2012

Skólafundur í FSH (1)

Í gær komu nemendur og starfsfólk skólans saman á árlegum skólafundi. Skólafundir í FSH eru lýðræðislegur vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu í skólanum. Á fundinum unnu nemendur og starfsfólk saman í hópum að fyrirfram ákveðnum viðfangsefnum.  Að þessu sinni voru tvö mál til umræðu, annars vegar nám, kennsluhættir og námsmat og hins vegar 25 ára afmæli skólans.  Skólafundir í FSH eru með svonefndu „þjóðfundarsniði“ þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku allra í umræðunni.  Hóparnir unnu mjög vel og skiluðu í lok fundar góðum og gagnlegum tillögum sem nýtast munu vel í viðleitni okkar til að efla skólastarfið enn frekar.  Myndir frá skólafundi eru hér.