Nemendafélag FSH

26.2.2012

Þema- og Dillidagar í FSH

Næstu daga verður mikið líf og fjör í skólanum þar sem þema- og Dillidagar hefjast mánudaginn 27. febrúar.  Nemendur munu vinna að þemaverkefnum sem bera yfirskriftina Okkar samfélag - okkar framtíð.  Góðir gestir munu heimsækja skólann og leiðbeina nemendum. Goddur (Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands) verður með erindi á sal skólans mánudaginn 27. febrúar kl. 09.00 og Ágúst Ólafsson frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV flytur erindi á sal skólans þriðjudaginn 28. febrúar á sama tíma. Gestum er velkomið að koma í skólann og hlýða á erindin. 
Fimmtudaginn 1. mars verður OPIÐ HÚS í skólanum frá kl. 16.00-18.00 og munu nemendur þá kynna niðurstöður sínar gestum og gangandi.  Alla daga vikunnar munu nemendur standa fyrir smiðjum og viðburðum af ýmsu tagi, nokkir þeirra eru opnir öllum - sjá nánar dagskrá Dillidaga hér. Dillidögum lýkur með glæsilegri árshátíð skólans sem haldin verður í sal Borgarhólsskóla föstudaginn 2. mars.