Nemendafélag FSH

10.2.2012

Rúnar Kristinsson þjálfari KR heimsækir afreksíþróttanema FSH

Nemendur í afreksíþróttum fengu góðan gest s.l. miðvikudag en þá kom Rúnar Kristinsson þjálfari mfl. KR í heimsókn og var með æfingu og fræðslu.  Rúnar er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari KR, en félagið varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðasta ári undir hans stjórn.

Rúnar var með góða og áhugaverða æfingu í Höllinni þar sem farið var yfir ýmsar tækni- og leikskipulagsæfingar. Að lokinni æfingu flutti hann fræðsluerindi í sal Framsýnar og fór þar yfir ýmsa þætti varðandi þjálfun og keppni í knattspyrnu. Hópurinn var mjög ánægður með heimsóknina og lýsti Rúnar yfir ánægju sinni með það hversu marga efnilega og góða knattspyrnuiðkendur Völsungur hefði í sínum röðum.