Nemendafélag FSH

1.2.2012

Ástráður – unglæknar í heimsókn

Í gær kíktu í heimsókn læknanemar, af öðru ári, á vegum Ástráðs sem er forvarnastarf læknanema. Hefð er fyrir því að læknanemarnir heimsæki nýnema í framhaldsskólum hér sem og á landsvísu þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Svo skemmtilega vildi til að nemarnir voru mjög kunnuglegir að þessu sinni enda ættaðir héðan þ.e. Stefán Þórsson Gettu betur og Útsvarsstjarna og Ástríður Pétursdóttir úr Mývatnssveit. Nýnemarnir voru mjög ánægðir með þá fræðslu sem þeir fengu og skemmtu sér vel.