Nemendafélag FSH

5.1.2012

Skólastarf hefst á ný á nýju ári (1)

Nemendur mættu í skólann í gær og fengu upplýsingar um námið og starfið framundan hjá kennurum. Kennsla hófst síðan í morgun skv. stundaskrá.  Árangur nemenda á haustönn var mjög góður sem skýrist m.a. af því að skólasókn hefur sjaldan eða eldrei verið betri. Um 140 nemendur eru skráðir til náms á vorönn sem er heldur fámennari hópur en undanfarið þar sem óvenju stór hópur lauk námi sínu nú um áramót, þar af voru 15 nemendur á námsbraut fyrir leiðbeinendur í leikskólum. Gert er ráð fyrir því að tæplega 40 nemendur ljúki námi við skólann á þessu skólaári og brautskráist í vor. Við óskum þeim nemendum okkar sem lokið hafa námi innilega til hamingju, hinum óskum við góðs gengis á nýrri önn og hlökkum til samstarfsins.