Nemendafélag FSH

25.1.2012

Bóndi FSH

Stjórn NEF hélt upp á bóndadaginn sl. föstudag. Í tilefni dagsins var boðið uppá þorramat og karlmenni skólans tókust á í reiptogi og sjómann. Þá voru nemendur, sérstaklega þó karlmenn, hvattir til að mæta í þjóðlegum klæðnaði, lopapeysum, lopasokkum eða öðru tilheyrandi. Bóndi skólans var svo hylltur í lok dags og leystur út með gjöf, en hann fékk glænýja og fína gúmmískó. Það var enginn annar en Arnór Elí Víðisson sem sæmdur var titlinum Bóndi FSH 2012. Sjá myndir í myndasafni.