2012 01

25. janúar 2012

Skíða- og brettakvöld NEF

Neflimir nýttu sér kjörið tækifæri til að skíðast og brettast þegar stjórn NEF bauð í fjallið í kvöld. Færið var gott að sögn reyndra manna og veðrið fínt en svolítið kalt.

25. janúar 2012

Bóndi FSH

Stjórn NEF hélt upp á bóndadaginn sl. föstudag. Í tilefni dagsins var boðið uppá þorramat og karlmenni skólans tókust á í reiptogi og sjómann.

13. janúar 2012

MRingarnir hraðmæltu of erfiðir

Okkar menn Andri, Fannar og Hafþór, stóðu sig með glæsibrag gegn ósigrandi og hraðmæltu liði MRinganna. Okkar menn voru skýrmæltir og stóðu sig eins og hetjur.