Nemendafélag FSH

6.12.2011

Nemendaverkefni í líffræði

Snæfríður Dröfn Pétursdóttir, 4. árs nemi á Náttúrufræðibraut við Framhaldsskólann á Húsavík, hefur skilað ritgerð um rannsóknarverkefni sitt í verkefnaáfanganum LÍF303.  Ritgerðin heitir "Áhrif hækkunar hitastigs sjávar á lífríki þangfjöru í Bakkakrók norðan Húsavíkur" en Snæfríður bar saman rannsóknaniðurstöður á sama sniði í Bakkakrók frá 1996 og 2008.  Í stuttu máli virðist tegundafjölbreytni og einstaklingafjöldi dýra hafa aukist á tímabilinu auk þess sem lóðrétt dreifing sumra dýrategunda upp fjöruna er meiri 2008 en 1996.  Þá hefur lóðrétt dreifing helstu þangtegunda breyst þannig að klóþang er að færa sig innar í "Krókinn" og skúfaþang, sem er kaldsjávartegund og er venjulega neðsta þangtegundin í norðlenskum fjörum, virðist vera að hopa fyrir bóluþangi.