Nemendafélag FSH

6.12.2011

Jólavist á sal

Þann 1. desember komu nemendur saman í sal skólans og gerðu sér glaðan dag fyrir próftíðina framundan með því spila félagsvist. Spilamennskan gekk vel og þeir sem voru ekki með allt alveg á hreinu í upphafi voru fljótir að læra. Menn voru þó misheppnir með gjafirnar og í lokin fór það svo að Stefán Óli Valdimarsson og Þórunn Birna Jónsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar. Óheppnust allra voru þau Heiðdís Hafþórsdóttir og Stefán Júlíus Aðalsteinsson og Heiðdís gerði sér jafnframt lítið fyrir og hrifsaði  til sín setuverðlaunin. Eins og sjá má ríkti ljúf jólastemning á sal skólans þessa morgunstund, enda fátt jólalegra en jólatónlist, kertaljós og kátir krakkar að spila vist.