Nemendafélag FSH

3.11.2011

Sigurveig Gunnarsdóttir gefur út sína fyrstu bók

Nýlega kom út bókin Hafmeyjan á Laugarvatni eftir Sigurveigu Gunnarsdóttur. Sigurveig er 17 ára og nemandi á öðru ári hér í FSH. Bókin er fyrsta bók höfundar og segir frá vinkonunum Láru og Maríu sem dvelja í sumarbústað við Laugarvatn. Dvöl þeirra í sumarbústaðnum verður öðruvísi en ætlað var þegar þær kynnast hafmeyjunni Hafrósu. Við óskum Sigurveigu til hamingju með bókina og óskum henni velfarnaðar á ritvellinum.