Nemendafélag FSH

4.11.2011

Nemendur úr 10. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn

Fimmtudaginn 3. nóvember heimsóttu 10. bekkingar úr Borgarhólsskóla skólann. Krakkarnir fengu kynningu á náminu og félagslífinu í skólanum, skoðuðu sig um í skólanum og kíktu auk þess í kennslustundir undir leiðsögn nemenda úr stjórn nemendafélagsins. Að lokum var öllum boðið uppá súkkulaði og svaladrykk. Þetta var afar ánægjuleg heimsókn og vonandi sjáum við sem flesta úr þessum skemmtilega hópi aftur í skólanum í haust.  Hér má sjá myndir frá heimsókninni.