Nemendafélag FSH

25.11.2011

Kaffihúsakvöldið Gunna 2011

Gunna er orðinn fastur liður í félagslífi NEFlima FSH og er í umsjón NEF stjórnar en Túnráð aðstoðaði stjórnina í ár. Í gærkvöldi var Gunna haldin í sal FSH og hefur sjaldan verið glæsilegri. Mjög fjölbreytt dagskrá var í boði: Tískusýning í umsjóna áfangans Tíska, húð og hár, tónlistaratriði í boði skólahljómsveitanna sem Axel Flóvent, Brynjar, Jón Ásþór og Gunnar Ingi skipa, Líney söng eins og engill við undirleik Matta og Kristjáns, léttir samkvæmisleikir voru svo í umsjón kynna kvöldsins sem voru Aðalbjörn og Selmdís. Samkvæmisleikirnir voru viðureign á milli árganga í skólanum og voru það Mehico-farar sem rústuðu keppninni. Í leikjunum á keppendur m.a. að útvega ýmsa hluti eins og klósettpappír og brjóstahaldara, troða eins mörgum vínberjum upp í sig og þeir gátu, hrósa hverjir öðrum, senda sms og leita uppi nælur.
Útskriftarnemar sáum um veitingar og þar vantaði ekkert upp á terturnar og vöfflurnar.
Að dagskrá lokinni í skólanum skundaði mannskapurinn niður í íþróttahöll í jólatarzan. Þar fór fram teymakeppni en þeir sem spreyttu sig voru Benni  og Grétar, Arnór og Stefán Júlíus, Davíð og Gunnar Berg, Ísleifur og Lena, Andri Dan og Kristófer, Snorri og Ragnar, Hafþór og Sigþór og Jóhanna og Inga. Það voru Snorri og Ragnar sem sigruðu þessa spennandi keppni en enginn slapp undan þeim.
Hægt er að sjá myndir frá kvöldinu í myndaalbúmi skólans