Nemendafélag FSH

23.11.2011

Eyrún Ýr heimsækir nemendur í íslensku

Eyrún Ýr Tryggvadóttir rithöfundur heimsótti nemendur í íslensku 503 í dag. Eyrún Ýr starfar sem forstöðumaður Bókasafnsins á Húsavík. Hún hefur sent frá sér þrjár skáldsögur. Árið 2008 kom út bókin Hvar er systir mín og ári síðar sjálfstætt framhald þeirrar sögu, Fimmta barnið. Þriðja bókin, Ómynd, kom út árið 2011. Við óskum Eyrún Ýr til hamingju með nýju bókina og þökkum henni innlitið. Hér má sjá myndir frá heimsókn Eyrúnar ásamt myndum úr kennslustundum í skólanum þennan dag.