Nemendafélag FSH

8.11.2011

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

8. nóvember hefur verið valinn sem sérstakur dagur í baráttunni gegn einelti hér á landi. Af tilefni dagsins hefur verið ákveðið að ganga frá (þjóðar) sáttmála um að vinna gegn einelti. Það verður gert með athöfn þar sem fulltrúar Ríkistjórnar Íslands, fulltrúar félaga og samtaka undirrita sáttmálann.

Af því tilefni að þessi dagur er haldinn í dag ákvað stjórn NEF að drífa alla nemendur í skógarferð og eiga góða stund saman við eldstæði með kakó og sykurpúða. Veðurguðirnir léku við okkur og nokkrir sprækir strákar af leikskólanum Grænuvöllum ásamt starfsfólki tók á móti okkur og aðstoðaði við að kveikja upp í eldstæðinu. Kakóið og sykurpúðarnir runnu ljúflega ofan í mannskapinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 Allir geta undirritað sáttmálann og hvetur Stjórn NEF alla NEFlimi til þess.

Sáttmáli gegn einelti

„Við undirrituð skuldbindum okkur til að þess að vinna að alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt . Við munum sérstaklega gæta réttar okkar yngstu þegna sem og allra þeirra hópa samfélagsins sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum, hvert á okkar sviði, hvort sem við erum einstaklingar eða forsvarsmenn samtaka eða stofnanna , skuldbinda okkur til að þessa hafa jákvæð áhrif í nánasta umhverfi okkar, benda á það sem betur má fara, skipta okkur af því sem okkur þykir miður og með því leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.“

http://gegneinelti.is/undirskriftir/