2011 09

29. september 2011

Kokkað í kjallaranum

Úr kjallaranum berst nú ljúfur ilmur um hús skólans.  Nemendur á starfsbraut fengu í dag það verkefni að elda ljúffengan mexíkóskan rétt.

22. september 2011

Landinn í heimsókn

Þórhildur Ólafsdóttir dagskrárgerðarkona heimsótti skólann í dag ásamt myndatökumanni frá RÚV. Tilefni heimsóknarinnar var að taka viðtal við Aðalbjörn Jóhannsson nemanda skólans.

21. september 2011

FSH verður heilsueflandi framhaldsskóli

Þátttaka Framhaldsskólans á Húsavík í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli hófst með formlegum hætti í gær. Kristján Þór Magnússon verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð og fyrrverandi nemandi skólans kom færandi hendi með fána og skilti þessu til staðfestingar.

19. september 2011

FSH verður heilsuskóli

Þriðjudaginn 20. september kl. 09.30 verður FSH heilsuskóli. Fulltrúar frá Lýðheilsustöð munu sækja skólann heim með skilti og fána og hefst þá heilsuskólaverkefnið formlega.

14. september 2011

Við þökkum fyrir góðan fund (1)

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema var haldinn í skólanum gær. Við þökkum þeim sem mættu fyrir góðar umræður og vonum að fundurinn hafi verið gagnlegur.

13. september 2011

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema (1)

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema verður haldinn í skólanum í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.00.  Á fundinum munu stjórnendur skólans og námsráðgjafi fjalla um stefnu skólans, skólaregur og þjónustu við nemendur.

02. september 2011

Busavígsla (2)

Nýnemar voru teknir inn í samfélag eldri nema skólans í blíðu veðri í gær. Það voru væntanlegir útskriftarnemar sem önnuðust vígsluna og þurftu busar að yfirstíga hinar ýmsu þrautir undir þeirra stjórn.