2011 04

07. apríl 2011

Skólafundur í FSH

Í gær komu nemendur og starfsfólk skólans saman á árlegum skólafundi. Skólafundir í FSH eru lýðræðislegur vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu í skólanum.

07. apríl 2011

Fræðsla í lífsleikni um skaðsemi tóbaksnotkunar

Nýnemar í lífsleikni fengu skemmtilega heimsókn í dag. Jóhanna S. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi kom og heimsótti okkur og fræddi nemendur um skaðsemi tóbaksnotkunar þar sem áhersla var lögð á munn- og neftóbaksnotkun.