2011 03

30. mars 2011

Kompás námskeið

Kompás er handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Í gær var slíkt námskeið í boði fyrir nemendur í lífsleikni en aðrir nemendur voru einnig velkomnir.

30. mars 2011

Einelti – fyrirgefning og vinátta

Bergþóra Guðnadóttir nemi í hjúkrunarfræði heimsótti lífsleikninema í gær og spjallaði við þá um afleiðingar eineltis, en einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambsins.

30. mars 2011

Bændur fljúgast á

Í gær, þriðjudaginn 29. mars, fengum við skemmtilega heimsókn í skólann. Þar voru á ferð Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA með sýninguna Bændur fljúgast á.

22. mars 2011

Kynningarfundur fyrir foreldra verðandi nýnema

Kynningarfundur um námsframboð og skólastarf í FSH verður haldinn fimmtudaginn 24. mars á sal skólans. Kynningin er fyrst og fremst ætluð foreldrum/forráðamönnum verðandi nýnema, en er að sjálfsögðu einnig opinn öllum þeim sem vilja kynna sér starfsemi skólans.

16. mars 2011

Skólinn undirbýr sig undir heilsueflingu

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöðu heimsótti skólann í dag. Heimsóknin er liður í undirbúningi skólans undir þátttöku í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.

08. mars 2011

UPP ER RUNNINN MOTTUMARS

Af því tilefni efnir stjórn NEF til mottukeppni. Föstudagurinn 25. mars verður mottudagur í FSH. Menn hafa þrjár vikur til að safna. Allir eru hvattir til að mæta með mottu hvort sem er alvöru eða heimagerða.

03. mars 2011

Opið hús

Í dag, föstudaginn 4. mars, er Opið hús í FSH.  Við hvetjum alla til að kíkja við í skólanum og kynna sér afrakstur þemadaga um mannréttindi.

01. mars 2011

Mannúð og mannréttindi

Samhliða Dillidögum eru þemadagar í skólanum í þessari viku. Nemendur skólans vinna í hópum að því að skoða lífskjör og erfiða lífsbaráttu fólks í fjarlægum löndum.