Nemendafélag FSH

29.11.2010

Skógarferð nemenda í Uppeldisfræði 103

Hefð er fyrir því að nemendur í uppeldisfræði skelli sér í heimsókn á leikskólann Grænuvelli og kynni sér starfið þar. Í ár gripu nemendur tækifærið, kynntu sér útikennslu leikskólans og slógust í för með börnunum á Álfhóli í skógarferð. Börnin fara í slíkar ferðir á miðvikudögum og fimmtudögum, leika sér í skóginum og borða þar. Nemendur fylgdust með þeim að leik í skóginum, tilraunum þeirra með snjó og bræðslu á honum, yfirheyrðu þær Elínu og Fanneyju, sem voru með börnunum, um starfið og rifu svo í sig pylsur í boði leikskólans.