Nemendafélag FSH

14.11.2010

Norræni loftslagsdagurinn í FSH

Í tilefni af norræna loftslagsdeginum, fimmtudaginn 11. nóvember, var stundarskrá dagsins brotinn upp hér í FSH. Allir voru kallaðir á sal skólans þar sem nemendur í jarðfræði 173/213 voru með viðamikla kynningu á sögu loftslagsbreytinga á jörðinni.
Undir leiðsögn kennarans, Gunnars Baldurssonar, og Arnhildar Pálmadóttur arkíteks (sem aðstoðaði við framsetningu efnis o. fl.) höfðu nemendurnir samið ríflega klukkustundar langa kynningu sem reyndist bæði afar fróðleg og skemmtileg. Óhætt er að segja að almenn ánægja hafi ríkt með frammistöðu þessa efnilega hóps.

Efninu höfðu nemendur skipt í fjóra hluta:
1. Loftslag fyrr í jarðsögunni. Tertíer – nútími.
a) Hvernig var loftslag á tertíer – hvaðan eru upplýsingarnar fengnar?
b) Hvaða breytingar sýna að ísöld var að koma?
c) Hugmyndir um af hverju ísaldir verða.

2. Loftslag frá landnámi til ársins 2010.
a) Heimildir.
b) Harðæri / góðæri.
c) Tengsl íbúafjölda á Íslandi / menningar og loftslags.

3. Hverjar eru framtíðarhorfur loftslags?
a) Er að hlýna á jörðinni? Hvaða gögn styðja það?
b) Hvaða breytingum er spáð á magni CO2 til einhverrar framtíðar?
c) Hverjar eru afleiðingar hlýnunar?

4. Umræða um lausnir loftslagsbreytinga af manna völdum.
a) Hver eru vandamálin?
b) Hverjir þurfa að finna lausnir?
c) Hverjar eru lausnir vandans?