Nemendafélag FSH

19.11.2010

Nemendur úr FSH sigra í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni Framhaldsskólanna!

Þrír nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík, þær Lilja Björk Hauksdóttir, Magnea Ósk Örvarsdóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir, sigruðu í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir Marel sem er haldin árlega í tengslum við Alþjóðlega athafnaviku.

Verkefnið að þessu sinni var pappakassi og höfðu þær vinkonurnar nýtt gamlan pappakassa sem geymslu fyrir prjónahnykkla á einfaldan og snjallan hátt.

Verðlaunin fyrir sigur í samkeppninni er 100 þúsund krónur sem borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, afhenti hönnuðunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Allur skólinn fagnar þessum tíðindum innilega og við óskum stúlkunum að sjálfsögðu til hamingju með þennan frábæra árangur!

Nánir upplýsingar um keppnina og úrslit hennar er að finna á snilldarlausnir.is og mbl.is