Nemendafélag FSH

27.11.2010

Kaffihúsakvöldið Gunna (1)

Hefð er fyrir því að halda kaffihúsakvöldin Gunnu og Jón af NEF framhaldsskólans. Nemendur hittust af því tilefni í sal skólans í fimmtudagskvöldið 25. nóv. og skemmtu sér fram eftir kvöldi.

Dagskráin hófst með því að horft var á þau myndbönd sem nemendur sendu inn í keppni Snilldarlausna Marels og Laufey skólastýra afhenti sigurvegurum keppninnar viðurkenningu frá skólanum. Því næst bauð NEF upp á dýrindis skúffuköku frá Heimabakaríi sem rann ljúflega niður.

Stjórn NEF var búin að útbúa Gunnu-quiz sem reyndir heldur betur á nemendur en það voru Líney Gylfadóttir og Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir sem sigruðu með 20 stigum og hlutum að launum Húsavíkurbréf.

Kvöldið tókst virkilega vel og nemendur fóru saddir og sælir heim.