Nemendafélag FSH

8.11.2010

Heimsókn í Safnahúsið

Nemendur í Upp 103 luku nýlega við kafla í kennslubókinni um Börn og bækur og gripu því tækifærið og skelltu sér á sýningu í Safnahúsinu: Þetta vilja börnin sjá!

Á sýningunni eru sýndar myndskreytingar í barnabækur í tugatali og bækurnar fylgja með. Nemendurnir höfðu gaman af og fannst sýningin virkilega flott.