Nemendafélag FSH

18.11.2010

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Þriðjudagurinn 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldin hátíð í sal Framhaldsskólans á Húsavík þar sem nemendur og starfsfólk gerðu sér glaðan dag með söng, hljóðfæraleik og upplestri nokkurra ljóða og eins frumsamins texta. Þema dagsins var ástin í öllum sínum myndum. Allir þeir sem komu að skemmtuninni stóðu sig með mikilli prýði.

Dagskrá hátíðarinnar:

Stutt ávarp skólameistara.
Fjöldasöngur
– „Á íslensku má alltaf finna svar“ . Ljóðið er eftir Þórarinn Eldjárn en lagið samdi Atli Heimir Sveinsson.
Ruth Ragnarsdóttir flutti lagið „Frostrósir“, lag og ljóð er eftir Freymóð Jóhannsson. Bóas Gunnarsson og Friðrik Marinó Ragnarsson léku undir á gítara
Sindri Ingólfsson flutti ljóðið ,,Hjá lygnri móðu“ eftir Halldór Laxness.
Sylgja Rún Helgadóttir flutti „Vísur Vatnsenda Rósu“ eftir Rósu Guðmundsdóttur.
Sigurveig Gunnarsdóttir las fyrsta kafla sögu sinnar „Hafmeyjan á Laugarvatni“. Sagan er eftir hana sjálfa og verður gefin út hjá bókaútgáfunni Tindi á næsta ári.
Sussette Terrazas Foelsche söng lagið „Ást“. Ljóðið er eftir Sigurð Nordal en lagið samdi Magnús Þór Sigmundsson. Undirleik á gítar annaðist Bóas Gunnarsson.
Sigrún Edda Kristjánsdóttir flutti ljóðið „Dagný“ eftir Tómas Guðmundsson.
Davíð Helgi Davíðsson fór með dægurlagið ,,Sof þú mér hjá“ sem flutt var af Baggalút. Lag og ljóð er eftir Braga Valdimar Skúlason.
Íris Grímsdóttir fór með dægurlagið ,,Hjá þér“ sem flutt var af Sálinni við lag eftir Guðmund Jónsson en textinn er eftir Friðrik Sturluson.
Björgvin Rúnar Leifsson kynnti þá botna sem borist höfðu í botnakeppninni „…og botnaðu nú!“
Fjöldasöngur: „Ef þú giftist“  – textinn er eftir Jónas Árnason.