2010 11

29. nóvember 2010

Skógarferð nemenda í Uppeldisfræði 103

Hefð er fyrir því að nemendur í uppeldisfræði skelli sér í heimsókn á leikskólann Grænuvelli og kynni sér starfið þar. Í ár gripu nemendur tækifærið, kynntu sér útikennslu leikskólans og slógust í för með börnunum á Álfhóli í skógarferð.

27. nóvember 2010

Kaffihúsakvöldið Gunna (1)

Hefð er fyrir því að halda kaffihúsakvöldin Gunnu og Jón af NEF framhaldsskólans. Nemendur hittust af því tilefni í sal skólans í fimmtudagskvöldið 25. nóv.

23. nóvember 2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í heimsókn

Landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu var með æfingar og fyrirlestur fyrir nemendur á íþróttaafreksbraut FSH sl. fimmtudag. Sigurð þarf vart að kynna en hann náði þeim einstaka árangri að koma landsliði kvenna á EM 2009. Fimmtudagurinn hófst með tveggja klukkustunda æfingu í Íþróttahöllinni og síðan var Sigurður með mjög fróðlegan fyrirlestur um markmið og leiðir afrekstíþróttamanna.

18. nóvember 2010

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Þriðjudagurinn 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldin hátíð í sal Framhaldsskólans á Húsavík þar sem nemendur og starfsfólk gerðu sér glaðan dag með söng, hljóðfæraleik og upplestri nokkurra ljóða og eins frumsamins texta.

14. nóvember 2010

Norræni loftslagsdagurinn í FSH

Í tilefni af norræna loftslagsdeginum, fimmtudaginn 11. nóvember, var stundarskrá dagsins brotinn upp hér í FSH. Allir voru kallaðir á sal skólans þar sem nemendur í jarðfræði 173/213 voru með viðamikla kynningu á sögu loftslagsbreytinga á jörðinni.

08. nóvember 2010

Heimsókn í Safnahúsið

Nemendur í Upp 103 luku nýlega við kafla í kennslubókinni um Börn og bækur og gripu því tækifærið og skelltu sér á sýningu í Safnahúsinu: Þetta vilja börnin sjá! Á sýningunni eru sýndar myndskreytingar í barnabækur í tugatali og bækurnar fylgja með.