Nemendafélag FSH

13.10.2010

Starfsbrautin lætur greipar sópa

Nemendur á starfsbraut FSH hafa tekið að sér að safna saman einota gosflöskum í skólanum, flokka þær og koma þeim í endurvinnslu. Þessi vinna er hluti af áfanga sem heitir Starfsnám en þar læra nemendur m. a. um vinnumarkaðinn almennt og starfsheiti, auk þess sem vinnustaðir á Húsavík eru heimsóttir og starfsemin þar kynnt. Afraksturinn af þessari söfnun og flokkun hyggjast nemendur nota til uppbyggilegrar Akureyrarferðar, þar sem ma. verður farið í sund og keilu.