Nemendafélag FSH

22.10.2010

Spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum

Spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum fer fram föstudaginn 29. október í Samkomuhúsinu á Húsavík. Fjórir skólar hafa boðað þátttöku sína: Borgarhólsskóli, Grunnskólinn á Raufarhöfn, Hafralækjarskóli og Reykjarhlíðarskóli. Keppnin hefst kl. 13:30 og er fyrirkomulag hennar í anda Gettu betur. Það eru nemendur úr Gettu betur áfanga FSH sem sjá um framkvæmdina ásamt kennara áfangans en að undirbúningnum koma fleiri starfsmenn framhaldsskólans.

Stuðningsmenn skólanna eru eindregið hvattir til að mæta og styðja sitt lið. Einnig eru allir þeir sem gaman hafa af spennandi spurningakeppnum að sjálfsögðu velkomnir.