Nemendafélag FSH

28.10.2010

Breytt staðsetning á Spurningakeppni grunnskólanna

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur verið ákveðið að færa Spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum úr Samkomuhúsinu og verður hún haldin á sal Framhaldsskólans í Húsavík. Þetta er m. a. gert vegna þess að einn grunnskólinn boðaði óvænt forföll á síðustu stundu. Þess vegna verða aðeins þrír skólar í keppninni: Borgarhólsskóli, Hafralækjarskóli og Reykjarhlíðarskóli. Keppnin hefst á áðurgreindum tíma, kl. 13: 30, föstudaginn 29. október.