Nemendafélag FSH

8.10.2010

Bleikur dagur í FSH

Nú í vikunni skoraði stjórn NEF á starfsfólk og nemendur FSH að klæðast bleiku í dag og sýna þannig stuðning við baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Það var að sjálfsögðu gert í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins og sölu þess á bleiku slaufunni. Þetta var einkar vel til fundið hjá nemendafélaginu og þótt þátttakan næði ekki 100%, þá sýndi það einfaldlega að sumir eru bleikari í sér en aðrir.