Nemendafélag FSH

15.4.2010

OFBELDI Á ÍSLANDI – Á MANNAMÁLI

Föstudaginn 16. apríl mun Þórdís Elva Þorvaldsdóttir halda fyrirlestur fyrir nemendur í sal skólans (stofum 7 og 8) klukkan 10:20. Viðfangsefnið er: Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli. Hún fjallar um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu í dag, umfang vandans, möguleg úrræði og helstu ranghugmyndir (og leiðréttingu á þeim). Þórdís Elva hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta, Félagshyggjuverðlaun Ungra Jafnaðarmanna og tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ritun bókarinnar Á mannamáli. Við hvetjum alla nemendur til að láta ekki þennan fyrirlestur framhjá sér fara.