30.4.2010

Jón

Í gærkvöldi fór kaffihúsakvöldið Jón fram í sal skólans. Löng hefð er fyrir Jóni og ýmislegt brallað á þeim kvöldum. Að þessu sinni varð félagsvist fyrir valinu og voru 10. bekkingar Borgarhólsskóla sérstakir heiðursgestir. Stemmingin var glimrandi góð og skemmti fólk sér konunglega. Arnhildur var stigahæst kvenna og Edith Ósk stigahæst karla en hún hljóp í skarðið fyrir karlpeninginn. Skammarverðlaun og stigalægst var Inga Ósk og hart var barist um setuverðlaunin en þau fékk að lokum Sigmar Darri. Dýrindis veitingar voru í sjoppunni en útskriftarnemar höfðu bakað dýrindis skúffukökur sem ruku út með ískaldri mjólk. Myndir frá kvöldinu er hægt að sjá í myndasafni. Nef þakkar öllum þeim sem mættu fyrir frábært kvöld.