Nemendafélag FSH

12.3.2010

NEF skorar á alla karlmenn í FSH

Mars mánuður er tileinkaður karlmönnum og krabbameini og af því tilefni langar okkur í stjórn NEF að skora á karlmenn í skólanum til að safna mottu. Veitt verða verðlaun í lok mánaðarins fyrir bestu mottuna. Einnig viljum við benda á keppni sem fer fram á heimasíðu átaksins. Þar geta einstaklingar og lið skráð sig til keppni.
Fróðleikur af síðu Krabbameinsfyrirtækisins:

Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Árlega deyja að meðaltali 278. Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar.

Okkar framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af hverjum 3 krabbameinum.

Af hverju yfirvaraskegg?

Yfirvaraskegg er táknrænt. Það auðveldar umræðu um það sem erfitt er að ræða. Krabbamein í karlmönnum hefur verið feimnismál allt of lengi. Safnaðu mottu og vertu hvatning fyrir aðra að gera það sama.
http://www.karlmennogkrabbamein.is/