Nemendafélag FSH

20.11.2009

Nemendur úr Borgarhólsskóla í heimsókn

Föstudaginn 20. nóvember sótti föngulegur hópur 10. bekkinga úr Borgarhólsskóla okkur heim ásamt umsjónarkennara sínum og námsráðgjafa. Gestirnir fengu kynningu á náminu og því öfluga og skemmtilega félagslífi sem nemendur standa fyrir. 
Laufey skólameistari og Gunnar Árnason námsráðgjafi sögðu frá náminu í skólanum og ræddu mikilvægi þess að nemendur stunduðu nám sitt af kappi í 10. bekk og kæmu vel undirbúnir í framhaldsskólann. Stjórn NEF, nemendafélags FSH, sýndi skemmtilegt myndband úr skólalífinu og sagði frá helstu viðburðum á skólaárinu. Að lokum fóru gestirnir í skoðunarferð um hús skólans, kíktu í kennslustundir og flygdust með nemendum og kennurum að störfum.

Boðið var upp á gos og nammi og höfðu vonandi allir bæði gagn og gaman af heimsókninni.