Nemendafélag FSH

3.11.2009

Nemendur í EFN303 á námskeiði um orkuvinnslu

Orka_3

Nemendur í EFN303 ásamt kennara sínum voru á námskeiðinu “Viltu verða orkubóndi?”

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt námskeiðið sem var í Ljósvetningabúð 27. okt. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Þosteinn Ingi Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og verkfræðistofum.


Á námskeiðinu var fjallað um aðgengilega orku á jörðinni, endanlegar orkulindir, orkubúskap jarðar og endurnýjanlegar orkulindir. Einnig var fjallað um orkugjafa framtíðar eins og vindorku, sólarorku, sjávarorku og gösun. Sérstaklega var fjallað um litlar Orka_1vatnsaflvirkjanir og vatnstúrbínur frá Árteigi í Kinn, en þar hafa verið smíðaðar túrbínur frá 1950. Ýmislegt fleira var til umfjöllunar á námskeiðinu sem var afar fróðlegt og gott innlegg í þá orku umræði sem fer fram í raungreina áföngum skólans.

Orka_2