Nemendafélag FSH

17.11.2009

Leiksýning

Í áfanganum listir og skapandi starf hafa Arnljót Anna og Vilberg Lindi verið að kynna sér heim leikhússins. Í kjölfarið æfðu þau leikritið um Rauðhettu og sýndu fyrir nokkra starfsmenn skólans og gekk sýningin afskaplega vel. Arnljót Anna fór með hlutverk Rauðhettu en Vilberg Lindi með hlutverk úlfsins, önnur hlutverk og aukahlutverk voru í höndum Siggu Hauks sem kennir áfangann. Búningar og sviðsmunir voru fengnir að láni hjá Leikfélagi Húsavíkur og kunnum við þeim bestu þakkir en sviðsmyndin var unnin í tölvu og varpað upp með skjávarpa, nútímatæknin þar á ferðinni.

Hér eru mydnir frá sýningunni.