Nemendafélag FSH

27.11.2009

Kaffihúsakvöldið Gunna

Í gærkvöldi hittust nemendur og kennarar FSH á sal skólans þar sem stjórn NEFs stóð fyrir hinu hefðbundna kaffihúsakveldi Gunnu. Það ríkti afar hugguleg stemming á sal skólans, sem skreyttur hafði verið með jóla- og kertaljósum. Boðið var uppá ljúffenga skúffuköku með ískaldri mjólk og hvarf hún ofan í maga viðstaddra. Saddir og sælir tóku gestir til við að svara Skóla-quiz keppni og sveif þá ungmennafélagsandinn yfir vötnum hjá næstum öllum. Bóas, Davíð og Ólafía léku á hljóðfæri og Valtýr las nokkur ljóð eins og hann á ættir til. Sigurvegarar í keppni kvöldsins voru þeir Ingólfur og Björgvin.