Nemendafélag FSH

27.11.2009

Heimsókn á leikskólann Grænuvelli

Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í Uppeldisfræði 103 í heimsókn á leikskólann Grænuvelli. Búið var að skipta nemendum í hópa og hver hópur heimsótti eina leikskóladeild. Nemendur áttu að kynna sér starfið á gagnrýninn hátt og kynna það svo fyrir samnemendum sínum. Afskaplega vel var tekið á móti okkur í heimsókninni og kunnum við starfsfólki á leikskólanum bestur þakkir fyrir og vonum að meira samstarf verði í framtíðinni.