Nemendafélag FSH

17.11.2009

Dagur íslenskrar tungu (2)

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær.
Af því tilefni komu nemendur og starfsfólk skólans saman á sal þar sem dagskráin hófst með ávarpi skólameistara. Að því loknu flutti Björgvin R. Leifsson áfangastjóri nokkur af ljóðum sínum, þá flutti Fannar Freyr Kristinsson eigið ljóð og Stefanía Bergsdóttir las kafla úr skáldsögu sem hún er að semja, þau eru bæði nemendur við skólann. Loks flutti Svava Björk Kristjánsdóttir fjármálastjóri skólans nokkur af sínum uppáhalds ljóðum. Á milli dagskráratriða voru sungin nokkur lög við gítarundirleik Bóasar Gunnarssonar. Fánaskreytingar nemenda prýddu salinn og sköpuðu hátíðlegt yfirbragð. Hér má sjá fleiri myndir.