2009 11
27. nóvember 2009
Í gærkvöldi hittust nemendur og kennarar FSH á sal skólans þar sem stjórn NEFs stóð fyrir hinu hefðbundna kaffihúsakveldi Gunnu. Það ríkti afar hugguleg stemming á sal skólans, sem skreyttur hafði verið með jóla- og kertaljósum.
27. nóvember 2009
Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í Uppeldisfræði 103 í heimsókn á leikskólann Grænuvelli. Búið var að skipta nemendum í hópa og hver hópur heimsótti eina leikskóladeild.
20. nóvember 2009
Föstudaginn 20. nóvember sótti föngulegur hópur 10. bekkinga úr Borgarhólsskóla okkur heim ásamt umsjónarkennara sínum og námsráðgjafa.
17. nóvember 2009
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær.
Af því tilefni komu nemendur og starfsfólk skólans saman á sal þar sem dagskráin hófst með ávarpi skólameistara.
17. nóvember 2009
Í áfanganum listir og skapandi starf hafa Arnljót Anna og Vilberg Lindi verið að kynna sér heim leikhússins. Í kjölfarið æfðu þau leikritið um Rauðhettu og sýndu fyrir nokkra starfsmenn skólans og gekk sýningin afskaplega vel.
03. nóvember 2009
Nemendur í EFN303 ásamt kennara sínum voru á námskeiðinu “Viltu verða orkubóndi?”
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt námskeiðið sem var í Ljósvetningabúð 27. okt.