Nemendafélag FSH

18.9.2009

Bergvin í heimsókn

Í dag kom hann Bergvin frá Ungmennadeild Blindrafélagsins til okkar og var með kynningu á Evrópu unga fólksins (http://www.euf.is/euf/) auk þess sem hann sagði frá fötlun sinni og því sem henni fylgir. Hann sagði okkur frá verkefni á vegum EUF sem hann tók þátt í og hvatti nemendur til að kynna sér málið og nýta sér þá möguleika sem í boði eru fyrir ungt fólk í Evrópu. Nemendur tóku komu hans vel og spurðu hann spjörunum úr og sýndu efninu mikinn áhuga.