Nemendafélag FSH

7.11.2008

Sérstök námsbraut fyrir atvinnuleitendur

 
Framhaldsskólinn á Húsavík hefur óskað eftir formlegu samstarfi við Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, um sérstaka braut fyrir fólk sem misst hefur vinnuna síðustu vikur og mánuði. Framsýn hefur tekið erindinu mjög vel og óskað eftir að Vinnumálastofnun komi einnig að verkefninu.

Á fundi aðila í gær var ákveðið að hefja vinnu við að undirbúa námsleiðina með það að markmiði að námið geti hafist í byrjun næsta árs.

Frétt tekin af mbl.is