Nemendafélag FSH

7.11.2008

Fyrirlestur um notkun fæðubótarefna og lyfjanotkun í íþróttum.

Á mánudaginn 10. nóvember n.k. koma tveir mastersnemar við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og halda stuttan fyrirlestur í hádeginu um notkun fæðubótaefna og lyfjanotkun í íþróttum.  Gaman að segja frá því að annar þeirra er fyrrum nemandi við FSH.

 Síðustu árin hefur notkun fæðubótarefna, vaxtaaukandi efna og eiturefna aukist verulega hjá nemendum efstu bekkja grunnskólanna og menntaskólanna.  Gildir þetta jafnt fyrir þá sem stunda íþróttir sem og aðra. Á síðasta ári hafa þrír afreksmenn fallið á lyfjaprófi. Einnig er að koma í ljós að óhóf í neyslu próteina og fæðubótarefna er að valda alvarlegum fylgikvillum. Þetta er því orðið verulegt áhyggjuefni og nauðsynlegt að efla fræðslu á þessu sviði.

 Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og ÍSÍ hafa hafið samstarf um fræðslu til menntaskóla um forvarnarstarf.

 Samstarf ÍSÍ og lyfjafræðideildar HÍ fór af stað haustið 2007, þar sem hópur lyfjafræðinema sem luku embættisprófi í lyfjafræði í vor, heimsóttu nokkra grunnskóla (8-10. bekk) og nokkra menntaskóla og  fræddu nemendur um skaðsemi og hættur þess að ofnota fæðubótarefni, um notkun eiturlyfja og um misnotkun lyfja í þeim tilgangi að reyna að ná árangri t.d. í íþróttum.  Verkefnið tókst afar vel og því er stefnt að því að efla þetta átak á komandi árum og reyna að ná til sem flestra skóla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

 Nemendur eru eindregið hvattir til að mæta og hlusta á þennan fyrirlestur.