Nemendafélag FSH

23.10.2008

SÁ LJÓTI Á LAUGUM


Í gær hélt góður hópur nemenda til Lauga á sýninguna ,,Sá ljóti”. Það var farandleikhús Þjóðleikhússins sem stóð fyrir sýningunni, en verkið er einmitt nýjasta verk Þjóðverjans Mariusar von Mayenburg sem hefur vakið mikla athygli í evrópsku leikhúslífi á undanförnum árum.

Fjórir landsþekktir leikarar léku í sýningunni, en þar má nefna Jörund Ragnarsson (Næturvaktin/Dagvaktin) og Stefán Hall Stefánsson (Pressa). Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar verkið um afskaplega ófríðan mann og dómharðan raunveruleikann sem hann lifir í ..... nánar er hægt að lesa um verkið á síðu Þjóðleikhússins.

Það var á vörum manna að sýningin væri með eindæmum góð og frábær skemmtun. Þetta höfðu þessir aðilar um sýninguna að segja:

 ,,Góð sýning og mjög gaman og ógeðslega fyndið og geðveikt skemmtilegt.”  Sylvía Dögg Ástþórsdóttir, busi við FSH.

,,Vægast sagt schnilllllld ....kossinn klárlega í uppáhaldi!”  Hrannar Bear Steingrímsson, nemi við FSH.

,,Trúlega ein sú allra besta stund sem mitt litla líf hefur upplifað, þá auðvitað næst á eftir fæðingunni.”  Oddvar Haukur Árnason ritari NEF og verðandi framkvæmdastjóri Nýja Glitnis.

,,Mér fannst hún mjög skemmtileg og fyndin. Endirinn var bestur."  Elsa Dóra Ómarsdóttir, nýnemi við FSH og systir Bjarka.