Nemendafélag FSH

31.10.2008

Opinn borgarafundur um skólamál

 

Opinn borgarafundur um framhalds-, grunn-, og leikskólamál verður haldinn 5. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri.

Fundurinn er haldinn á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál.  Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins munu kynna nýju löggjöfina og að loknum erindum verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.