Nemendafélag FSH

16.10.2008

Leiksýningin "Sá ljóti"

Farandleikhús Þjóðleikhússins verður með sýningu á "Sá ljóti" fyrir Framhaldsskólann á Laugum og Framhaldsskólann á Húsavík miðvikudaginn 22. október í húsakynnum skólans á Laugum kl. 20.00.

Farið verður með rútu frá FSH, mæting við skólann kl. 19.00.  Frítt er fyrir nemendur svo við hvetjum alla til að fara og sjá þessa sýningu.

Áhugasamir skrái sig (skráningarblöð á auglýsingatöflu) fyrir kl. 12.00 á miðvikudaginn 22. okt.

 sa_ljoti_IMG_5271.jpg

 Upplýsingar um verkið má sjá hér http://www.leikhusid.is/?PageID=610