Nemendafélag FSH

29.10.2008

Kennsluvefur.is

 

Þessa dagana er skólinn að taka sín fyrstu skref í innleiðingu á náms- og kennslukerfinu kennsluvefur.is (Moodle).  Kennsluvefur.is er samstarfsverkefni Menntaskólans á Egilsstöðum, Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og Verkmenntaskóla Austurlands um rekstur námskerfis á netinu, Framhaldsskólinn á Húsavík tekur þátt í þessu samstarfi nú í vetur í tilraunaskyni.

Mað því að smella á Moodle merkið vinstra megin á heimasíðu FSH  opnast aðgangur að kennsluvefnum.  Hægra megin á síðunni er innskráningargluggi þar sem nemendur skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Innu. 

Allir þeir áfangar sem notendur eru skráðir í birtast vinstra megin á síðunni undir fyrirsögninni Mínir áfangar

Nemendur eru eindregið hvattir til að skrá sig inn á kennsluvefinn og skoða sig um þar.