2006 12

20. desember 2006

Annarlok í FSH (1)

Í dag lauk haustönninni með síðasta umsjónartíma og prófsýningu. Átta nemendur luku stúdentsprófi og munu útskrifast formlega með félögum sínum í vor. Þessir nemendur eru: Erling Þorgrímsson, Heiður Sif Heiðarsdóttir, Halldór Jón Gíslason, Rannveig Júlíusdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Kiddý Hörn Ásgeirsóttir, Ester Arnardóttir og Páll Ernisson.

01. desember 2006

Fullveldishátíð skólanna 2006

Skólarnir á Húsavík héldu að venju sameiginlega upp á fullveldisdaginn. Hátíðarhöldin fóru fram í Íþróttahöllinni. Skólafólk á öllum aldri fyllti höllina og sá hver skóli um að koma með eitt eða eða fleiri atriði.