Nemendafélag FSH

24.11.2006

Stefán Jón á skíðum

Stefán Jón SigurgeirssonMargir nemendur FSH hafa verið góðir íþróttamenn og staðið sig vel á landsvísu og jafnvel víðar. Núverandi nemandi okkar Stefán Jón Sigurgeirsson er mikill skíðamaður og var um daginn í 10 daga á Mölltaler jökli í Austurríki við æfingar með Fis-liði SKÍ sem er b-landslið.  Núna er hann í Geilo í Noregi í æfingarbúðum með Skíðafélagi Akureyrar þar sem hann mun einnig keppa á fjórum mótum. Meðan hann dvelur erlendis stundar hann fjarnám með aðstoð kennara FSH. Við í FSH óskum honum góðs gengis.