Nemendafélag FSH

6.11.2006

Heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna

Halla Björg, Karólína og KristjanaSíðast liðinn föstudag fóru nemendur í félagsfræði 103 í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna til að hlýða á fyrirlestur um málefni stéttarfélaga. Það er að verða fastur liður að nemendur heimsæki skrifstofuna og fræðist um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis flutti fyrirlesturinn og fór hann m.a. yfir lágmarksréttindi á vinnumarkaði, starfsemi stéttarfélaga, ný og fjölbreyttari verkefni stéttarfélaganna í kjölfar þess að mikil aukning hefur orðið á erlendu verkafólki á Íslandi og hvað hægt er að gera til að hafa áhrif á kjör sín og kaup.
Nemendurnir voru duglegir að spyrja um málefni sem snertu þá beint varðandi vinnutíma, laun og annað. Einnig voru þeir hvattir til að fylgjast vel með sínum launum og að vera klárir á rétti sínum varðandi vinnutíma og annað.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir kennari fylgdi hópnum sem er nú vonandi fróðari um réttindi sín og annað sem snýr að starfsemi stéttarfélaga.
Fleiri myndir