Nemendafélag FSH

17.10.2006

"Það eru forréttindi að lifa með fötlun"

Í gær heimsótti Freyja Haraldsdóttir FSH og flutti fyrirlestur á sal sem nefndist: “ Það eru forréttindi að lifa með fötlun”. Freyja er 20 ára og mikið líkamlega fötluð. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í desember 2005 eftir þriggja og hálfs árs nám og varð skóladúx.
Freyja ferðast milli framhaldsskólanna með stuðningi menntamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Markmið hennar með fyrirlestrinum er að opna augu nemenda og starfsfólks skólanna fyrir heimi fatlaðs fólks, deila reynslu sinni og benda á hvað sé hægt að gera til að fatlað fólk verði virkari þátttakendur í eigin samfélagi. Hún vill koma því á framfæri að með réttri þjónustu, viðhorfi ,vitneskju og hugrekki sé ekkert böl að lifa með fötlun, heldur forréttindi.
Þetta var áhugaverður fyrirlestur sem vakti athygli okkar allra og hefur vonandi kennt okkur t.d.að það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi.